Boðorðin tíu

Ritstjórn Lifðu núna barst listi með 10 boðorðum sem heyrnarskertir vildu óska að aðrir hefðu í heiðri, og þótti hann athyglisverður. Hann hljóðar svo:

  1. Þú skalt ekki tala við mig úr öðru herbergi.
  2. Þú skalt ekki snúa baki í viðmælanda þinn eða tala við hann þegar hann snýr frá þér.
  3. Þú skalt ekki tala á meðan þú gengur í burtu.
  4. Þú skalt ekki líta undan á meðan þú heldur áfram að tala.
  5. Þú skalt ekki tala ef umhverfishljóð (vatn að renna, útvarp, sjónvarp, samræður) eru jafn hávær og rödd þín.
  6. Þú skalt ekki byrja að tala fyrr en nþú hefur náð athygli þess  heyrnarskerta og sá hinn sami er ekki að lesa, horfa á sjónvarp eða á annan hátt upptekinn.
  7. Þú skalt ekki tala ef andlit þitt er í skugga eða ósýnilegt viðmælanda þínum.
  8. Þú skalt ekki halda fyrir munninn á meðan þú talar.
  9. Þú skalt ekki tala of hratt og EKKI hrópa.
  10. Þú skalt sýna þolinmæði, stuðning og umhyggju ef heyrnarskertir eiga erfitt með að skilja það sem sagt er.

 

Ritstjórn október 29, 2020 07:01