Dásamleg súpa í dagsins önn, eða bara í jólamatinn.

Nú þegar flestir eru önnum kafnir við jólaundirbúninginn og mikil matargerð stendur fyrir dyrum á mörgum heimilum, þar sem kjöt er iðulega í öndvegi, er ekki úr vegi að létta sér lífið og kaupa holla og góða fiskisúpu sem fæst tilbúin í Fylgifiskum eða elda sína eigin. Grunnurinn að þessari súpu er svo bragðgóður að alveg er óhætt að mæla með því að hafa þessa súpu sem forrétt í jólaboði og kaupa ferskan fisk skömmu áður en nota á grunninn.

1 dós kókosmjólk

2 dl vatn

2 msk. grænmetiskraftur

sæt chili sósa (eftir smekk)

1 msk. gult karrýmauk eða sinnep

1 msk. tom yum, fiskisósa

ferskur rifinn kóríander

Það bætir súpugrunninn enn frekar að nota ferskt grænmeti sem til er í ísskápnum út í t.d. saxa lauk og hvítlauk og steikja svolitla stund í smjöri, sellerí, gulrætur og paprika eru líka góð viðbót. Grænmetið er það svitað stutta stund í smjöri áður en kókosmjólkinni, vatninu og öðrum hráefnum í grunninn er bætt út í. Látið suðuna koma upp, smakkið til og bætið fisknum út í að lokum og látið hann eldast í heitri súpunni.