Meðlætið með grillmatnum

Þegar grillað er á útigrilli er tilvalið að hafa meðætið úr hráefni sem líka er hægt að grilla. Hér er ein skotheld hugmynd:

 

2 paprikur, fræhreinsaðar og skornar til helminga.

Fylling:

1 dl fetaostur í kryddolíu, grófsaxaður

2-3 dl grilluð paprika, t.d. frá Jamie Oliver, skorin í strimla

1 msk. steinselja, söxuð

1-2 hvítlauksrif, söxuð

Penslið paprikuhelmingana með olíu og grillið báðum megin í 4-5 mín. Takið af grillinu og setjið fyllinguna í. Setjið aftur á grillið og lokið því og bakið þar til osturinn er farinn að mýkjast. Einnig má baka paprikuna í ofni við 200°C í 5-7 mín. eða þar til osturinn fer að mýkjast.

Ritstjórn maí 14, 2021 14:28