Þetta salat er einstaklega gott bæði eitt og sér og líka með grilluðum mat. Það er endalaust hægt að leika sér með það, skipta út berjategundum eða ostinum.
Salatið
300 grömm af grænum salatblöðum
1 box af bláberjum
1/ 4 bolli valhnetur
1/4 bolli feta ostur
1/2 bolli af hindberjadressingu
Dressingin
1 bolli hindber
1 matskeið sykur
2/3 bolli balsemik edik
1/4 bolli olífuolía
1 matskeið hunang
1/2 teskeið salt.
Byrjið á að gera dressinguna. Setjið berin í skál og stráið sykrinum yfir, látið standa í um það bil tíu mínútur að því loknu merjið þið berin með gafli. Setjið berjablönduna í krukku og bætið balsemik edikinu, olíunni, hunanginu og saltinu saman við. Lokið krukkunni og hristið þangað til allt hefur blandast vel saman. Það má líka setja þetta í blandara þá verður dressingin silkimjúk.
Blandið salatinu, berjunum og hnetunum saman í stórri skál. Hellið dressingunni yfir, rífið fetaostinn og stráið honum yfir salatið. Það er hægt að leika sér endalaust með þetta salat, það má til að mynda nota jarðarber, hindber eða vínber í staðinn fyrir bláberin, svo má skipta út fetaostinum og nota geitaosti í staðinn. Það má líka sem best nota möndlur eða píkant hnetur í staðinn fyrir valhneturnar.