Dekurstund heima við er góð jólagjöf

Mjög mismunandi er hvort fólk notar snyrtivörur eða ekki. Fyrir þá sem kjósa að njóta þeirra eru þær leið til að auka vellíðan og slökun. Ilmvötn eru hins vegar stór hluti af persónuleika hvers og eins og vel þekkt að smekkur manna á þeim er ákaflega mismunandi. Margar konur finna sinn einkennisilm snemma og halda sig við hann nánast ævina á enda en aðrar hafa gaman af skipta og próf nýtt. Hér á eftir fara nokkrar hugmyndir að gjöfum handa konum sem hafa gaman af snyrtivörum.

 

La Vie Est Belle frá Lancôme er léttur og ljúfur ilmur. Hann minnir okkur sannarlega á að lífið er fagurt. Þetta er blómailmur, ferskur og þægilegur. Undirstöðuilmefnin eru írisar, jasmína, appelsínublóm, arbísk jasmína og patchouli. Í þessari öskju eru sturtusápa og body lotion,

 

 

 

 

 

Lancôme Rénergie H.P.N. er einstaklega rakagefandi krem sem endurnærir húðina og gefur henni aukinn ljóma. Í þessari kremaskja með ferðastærð af kreminu, augnkremi og serumi.

 

 

Biotherm Biomains er einstaklega nærandi handáburður með ferskum og notalegum ilmi. Hann er rakagefandi og inniheldur hið einstaka Life Plankton, sem er helsta innihald allra snyrtivara frá Biotherm. Um er að ræða svifdýr eða þörunga úr hafinu sem hafa mjög góð áhrif á húðina. Auk þess eru í áburðinum E-vítamín og B5-vítamín. Í þessari öskju er einnig að body lotion með sömu innihaldsefnum.

 

 

Biotherm Oil Therapy Body Lotion er rakagefandi og nærandi meðferð fyrir allan líkamann. Í þessum einstaka áburði er apríkósuolía sem er mýkjandi og ilmar sérlega vel. í öskjunni er einnig túpa af Biotherm Biomains handáburðinum. Allar vörur Biotherm eru í umbúðum úr endurunnu plasti.

 

 

 

Armani My Way ilmlínan hefur gersamlega slegið í gegn hjá stórum hópi kvenna enda eru þessir ilmir svo einstaklega ljúfir og passa því ansi ansi mörgum. Í þessari öskju eru þrjú 15 ml glös með, eau de parfum, Passione og Passione Éclat

 

 

 

Kiehl’s Midnigth Moisture Must Haves er gjafaskja sem inniheldur næturolíu, næturkrem og augnkrem. Húðin endurnýjast á nóttunni meðan manneskjan hvílist rétt eins og önnur líffæri. Kiel’s snyrtivörurnar innihalda einungis margprófuð og vönduð náttúruleg efni og reynt er að forðast alla ofnæmisvalda. Þetta er því mjög hreinar og mildar snyrtivörur þótt virkni þeirra sé mikil og þeim er pakkað í umbúðir úr endurunnu plasti. Engar tilraunir eru gerðar á dýrum í framleiðsluferlinu hjá Kiehl’s.

 

 

 

 

IT Cosmetics Confidence In a Cream frá hinu vinsæla IT merki sem margar íslenskar konur þekkja orðið mjög vel. Þessi fallega gjafaaskja inniheldur næturkrem, andlitshreinsi og augnkrem, undirstöðu daglegrar húðumhirðu.

 

Ritstjórn desember 7, 2023 08:00