Ekki vanur að stíga á stokk og lesa sálma

 

Páll S Brynjarsson og eiginkona hans Inga Dóra Halldórsdóttir

Páll S Brynjarsson og eiginkona hans Inga Dóra Halldórsdóttir

„Ég er ekki vanur að stíga á stokk og lesa sálma en ég hef haldið margar pólitískar ræður og sú reynsla kemur mér vonandi að einhverju gagni,“ segir Páll S. Brynjarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarnesi en hann er einn þeirra sem tekur þátt í að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Borgarneskirkju á föstudaginn langa.

Páll segist ekki hafa lesið sálmana í heild en hann ætlar að lesa sálma númer 39, 42, 45,46 og 47. „Sonur minn verður fermdur á skírdag, svo ég býst ekki við að ég hafi tíma til að renna í gegnum alla sálmana, ætli ég láti ekki nægja að æfa mig á sálmunum sem ég á að lesa. Það er hins vegar aldrei að vita nema maður lesi sálmana síðar segir Páll.

Það er Steinunn Jóhannesdóttir sem hefur umsjón með flutningi Passíusálmanna en á skírdagskvöld verður frumflutt frásögn hennar af hjónunum Hallgrími Péturssyni og Guðríði Símonardóttur á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Steinunn og eiginmaður hennar Einar Karl Haraldsson, ásamt fjórum öðrum hjónum, þeim Páli og eiginkonu hans Ingu Dóru Halldórsdóttur, Guðrúnu Jónsdóttur og manni hennar Einari Pálssyni, Sigríði Margréti Guðmundsdóttur og Kjartani Ragnarssyni og séra Þorbirni Hlyni Árnasyni og eiginkonu hans Önnu Guðmundsdóttur.

Passíusálmar Hallgríms voru samdir um 1659 og þegar Hallgrímur lauk verkinu, sendi hann það til umsagnar hjá Jóni Jónssyni á Melum í Melasveit.  Það er skemmst frá því að segja að Jón varð yfir sig hrifinn af sálmunum og lét þessi orð meðal annars falla:

og væri óskandi að þessir hjartnæmu sálmar, af svo dýrðlegu efni innilega samanteknir, lægi ekki í einu eða tveimur húsum, heldur að svoddan ljós mætti fleirum lýsa og til góðrar uppvakningar verða.

Páli varð að ósk sinni.  Passíusálmarnir öðluðust slíkan sess í íslenskri menningu að þeir eru nú að koma út í 92. sinn.  Þeir hafa á síðustu árum verið lesnir í fjölmörgum kirkjum um páska og eru páskarnir í ár engin undantekning frá því.  Lestur sálmanna í Borgarneskirkju hefst klukkan 13.30 á föstudaginn langa og er áætlað að lestrinum ljúki um kvöldmat.

Ritstjórn mars 31, 2015 14:59