Fjárhæðir greiðslna, þar með talið ellilífeyris, Tryggingastofnunar ríkisins hækkuðu um 3,6% frá 1. janúar 2021. Þetta er árlega hækkuná greiðslum þeirra sem fá tekjur sínar frá stofnuninni.
Á vef TR segir að bráðabirgðagreiðsluáætlun fyrir árið 2021 hafi verið birt á Mínum síðum þann 23.desember. Endanleg greiðsluáætlun muni síðan liggja fyrir í janúar 2021. Á vef stofnunarinnar segir eftirfarandi um ellilífeyrinn.
- Ellilífeyrir er að hámarki 266.033 kr. á mánuði.
- Heimilisuppbót er að hámarki 67.225 kr. á mánuði.
- Almennt frítekjumark skattskyldra tekna er 25.000 kr. á mánuði.
- Sérstakt frítekjumark atvinnutekna er 100.000 kr. á mánuði.
Á vefnum kemur ennfremur fram að greiðslur séu reiknaðar út frá tekjuáætlun sem lífeyrisþegar beri ábyrgð á að leiðrétta ef þörf sé á. Hægt sé að skoða og breyta tekjuáætlun á Mínum síðum inná vefnum www.tr.is
Endurreikningur vegna greiðslna ársins 2021 fer fram árið 2022 þegar staðfest skattframtal liggur fyrir.