Eplabaka með furuhnetum í aðdraganda vors!

Deig:

150 g hveiti

70 g smjör, lint

1 egg

Blandið hveiti og smjöri vel saman, hægt að gera í höndunum en enn þægilegra í matvinnsluvél. Látið eggið síðan út í og hrærið þar til deigið hleypur saman í kúlu. Fletjið deigið út og klæðið bökuform að innan með því, Smyrjið formið fyrst. Forbakið bökubotninn í 10 mínútur við 170°C áður en fyllingin er sett í hann.

Fylling:

7-8 epli

3 msk. sítrónusafi

50 g malaðar möndlur

150 g sykur

2 tsk. kanill

100 g ristaðar furuhnetur

60 g smjör, brætt

Afhýðið eplin, sneiðið helminginn þunnt og raðið sneiðunum á deigbotninn. Kreistið sítrónusafann yfir. Blandið saman möndlum. sykri og kanil. Stráið helmingi möndlublöndunnar og helmingnum af furuhnetunum ofan á. Skerið því næst hinn helminginn af eplunum í báta og raðið ofan á. Stráið því sem eftir er af sykurblöndunni og hnetunum yfir og dreypið smjörinu yfir í lokin.

Bakið við 170°C í um 35 mínútur eða þar til eplin eru orðin meyr. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanulluís.

Ritstjórn febrúar 28, 2020 10:27