Vinsældir gráa hárlitarins virðast ekki á undanhaldi ef marka má vefinn bellatory.com. Grái liturinn varð gríðarlega vinsæll árið 2016 og hann er enn mjög vinsæll. Mörgum konum finnst mikið frelsi fólgið í því að leyfa gráu hárunum að vaxa. Losna við að lita hárið einu sinni í mánuði. Það sparar tíma, fyrirhöfn og mikið af peningum. Þessar konur eru á mismunadi aldri, gegna mismunandi stöðum en eitt eiga þær sameiginlegt þær eru allar mjög ánægðar með sitt gráa hár.
Nafn: Heidi Dolnick
Aldur 38
„Ég hef aldrei íhugað að láta lita hárið á mér. Það er ekki í forgangi. Mér finnst ákveðin tjáning fólgin í gráu hári. Það er gaman að vera með grátt hár.“
Nafn: Jody Kozlow Gardner
Aldur: 51
„Þegar konur spyrja hvort þær eigi að leyfa gráu hárunum að vaxa, svara ég -endilega. Njóttu þess sem þú hefur það er best.“
Nafn: Pamela Wendel
Aldur: 32
„Fólk tekur meira mark á mér eftir að ég varð gráhærð. Ég er orðin nógu gömul til að vera með doktorsgráðu. Það eru margir gráir tónar í hárinu á mér. Kærastinn minn spyr mig stundum hvernig hárið á mér sé eiginlega á litinn.“
Nafn: Aeriel Brown
Aldur 38
„Mér líkar andstæðan grátt hár og ungt andlit. Það einkennir mig rétt eins og bilið á milli framtannanna. Ég veit að þetta hljómar klisjukennt en mér var létt þegar ég hætti að lita á mér hárið.“
Nafn: Lari Washburn
Aldur: 67
„Ég ætlaði alltaf að lita á mér hárið, ætlaði aldrei að verða gráhærð. En þegar ég varð fimmtug var ég búin að fá nóg og ákvað að hætta að láta lita gráu hárin. Fyrir mig var það að vera ekta að verða gráhærð og fólk virðir það viðhorf mitt.“
Nafn: Susan Lawrence
Aldur: 61
„Ég hef meiri frítíma eftir að ég hætti að lita á mér hárið. Ég er sjálfstæð kona og ef einhver skilur ekki af hverju ég er gráhærð nenni ég ekki að útskýra það fyrir viðkomandi. En ég elska ef einhver spyr hvort hann megi snerta á mér hárið.“