Fiskur á frumlegan máta

Við eigum að borða meiri fisk og þótt gamla soðningin standi ágætlega fyrir sínu hvort sem er með hamsatólg eða smjöri er gaman að prófa eitthvað nýtt og setja framandi blæ á hefðbundinn þorsk. Í matreiðslubókinni Létt og loftsteikt í Air Fryer býður Nathan Anthony upp á hollan og góðan fisk með mexíkósku ívafi sem aðlaga má að smekk og lyst hvers sem er.

Fisk-tacos

600 g þorskflök

300 ml vatn

1 egg

180 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. sítrónupipar eða rifinn sítrónubörkur

salt og pipar eftir smekk

Sósa

6 msk. létt majónes

3 msk. grísk jógúrt

2 msk. sriracha-sósa

1 tsk. papríkuduft

1 tsk. hvítlauksduft

Að auki

taco-skeljar, mjúkar eða harðar

salatblöð

tómatar

rauðlaukur

kóríanderlauf

guacamole

 

  1. Kryddaðu fiskinn með salti og pipar.
  2. Hrærðu saman vatni, eggi, hveit, lyftidufti og sítrónupipar eða sítrónuberki í skál.
  3. Veltu fiskinum upp úr blöndunni og steiktu hann svo í forhituðum Air Fryer-potti í 200° C í 14-16 mínútur – það er mikilvægt að potturinn sé vel heitur þegar fiskurinn fer í hann. Athugaðu eftir um 10 mínútur hvort nokkuð sé að brenna – ég steiki hann oftast í 15 mínútur.
  4. Á meðan skaltu hræra allt sem fer í sósuna saman í skál og undirbúa meðlætið.
  5. Settu fisk, meðlæti og guacamole í taco-skeljarnar og dreyptu sósu yfir.

Um þennan rétt segir Nathan í bók sinni Létt og loftsteikt í Air Fryer að nota megi hvaða fyllingu sem er. Skipta megi fiskinum út fyrir kjúkling og nota annan fisk en þorsk.

Ritstjórn janúar 19, 2025 07:00