Kóríanderkjúklingur – flottur grunnur

 

Þessi réttur er sérlega einfaldur og ljúffengur í undirbúningi og kemur á óvart. Grunnhráefnin eru fá en samsetning þeirra býr til óviðjafnanlegt bragð og má leika sér með því að bæta t.d.  við ristuðum hetum eða grænmeti sem tekur í sig bragðið af kryddunum. Kóríanderkjúklingur er tilvalinn kennsluréttur fyrir þá sem vilja búa til sína eigin uppskriftir því grunnurinn stendur svo vel fyrir sínu.

Kóríanderkjúklingur

fyrir 4

1 knippi kóríanderlauf, söxuð

2-3 hvítlauksrif, söxuð

1 tsk. salt

2 tsk. nýmalaður, svartur pipar

2 msk. sítrónusafi

1 kg kjúklingabitar

2 msk. olía

1 dós kókosmjólk (400 ml)

Setjið kóríander, hvítlauk og salt í mortél og steytið þar til allt er orðð að mauki. Nota má matvinnsluvél eða blandara. Hrærið pipar og sítrónusafa saman vð. Smyrjið maukinu alls staðar á kjúklingabitana  og látið í standa í 1 klst. Hitið olíuna á pönnu og brúnið kjúklinginn létt á báðum hliðum. Reynið að láta kóríandermaukið loða við kjötið. Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og látið malla í 35-40 mínútur. Hrærið afganginum af kóríandermaukinu saman við þegar 5 mínútur eru eftir af  eldunartímanum. Berið t.d. fram með hrísgrjónum og ef til vill brauði sem gott er að dýfa í afgangssósuna á diskinum.

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn október 27, 2017 11:49