Tengdar greinar

Fiskur í kókosraspi

Nú nálgast mesta matarhátíð sem við höldum upp á og líklega má segja að í jólamáltíðum flestra fari mest fyrir kjötmeti. Þá er tilvalið að taka nokkurn tíma í að nýta ferska fismetið sem við finnum nú í verslunum. Lifðu núna hefur hafið samvinnu við Norðanfisk varðandi uppskriftir á netsíðuna en vefur þeirra, fiskurimatinn.is, er uppspretta frábærra fiskuppskrifta. Við fögnum þessu samstarfi og hvetjum lesendur Lifðu núna til að nýta vandaðar uppskriftir sem hér birtast til að auka fiskneyslu sína. Sjá má vef Norðanfisks hér.

Hér birtist ein þessara uppskrifta og hún er tilbrigði við gamla góða fiskinn í raspi sem flestir fengu í foreldrahúsum.

800 g þorskur eða ýsa eða annar hvítur fiskur

2 egg

200 ml mjólk

2 msk. hveiti

2 bollar brauðraspur

1 bolli haframjöl

1 tsk. salt

2 tsk. sítrónupipar

2 tsk. karrí

4 msk. gróft kókosmjöl

Pískið saman eggin, mjólkina og hveitið. Leggið fiskinn í eggjablönduna á meðan raspurinn er blandaður. Blandið saman brauðraspi, haframjöli, salti, sítrónupipar, karrí og kókosmjöli. Veltið fiskinum upp úr raspinum og steikið á báðum hliðum á meðalheitri pönnu. Berið fram með kartöflum og fersku grænmeti.

 

Með þessum rétti er gott að bera fram kalda sósu sem búin er þannig til: dós af sýrðum sjóma, 1 marið hvítlauksrif, 2 msk. sojasósa, 1 tsk. hnetusmjör. Öllu hrært vel saman og borið fram.

Ritstjórn nóvember 6, 2020 09:53