Tengdar greinar

Heitar og kaldar grillsósur

Sósurnar með grillmatnum geta gert útslagið þegar bjóða á til veislu. Hér eru fjórar góðar sósur sem gott er að grípa til. Verði ykkur að góðu í sumar.

Tvær heitar sósur:

Mild satay sósa

2 msk. olía

3 hvítlauksrif, smátt söxuð

eitt rautt og eitt grænt chilialdin, smátt söxuð (sósan verður bragðsterkari ef fræin eru notuð með)

2 skalotlaukar, smátt saxaðir

3 sm bútur af engiferi, smátt saxað

2 1/2 dl hnetusmjör

4 dl kókosmjólk

3 msk. sojasósa

safi úr einni límónu

1 msk. púðursykur

1 tsk. turmerik

1 tsk. kóríander

nýmalaður pipar og salt eftir smekk

Hitið olíuna í potti og látið hvítlauk, chili, skalotlauk og engifer krauma við meðalhita í 4 mín. Bætið afganginum af hráefninu saman við og hitið áfram í nokkrar mínútur. Smakkið til með pipar og salti. Þessi sósa fer vel með ýmiss konar grillmat, svo sem nautakjöti, lambakjöti eða kjúklingi eða grilluðu grænmeti. Hún er afar ljúffeng.

Hoisin grillsósa

1 1/2 dl hoisin sósa

1 1/2 dl góð tómatsósa

2 msk. sterk chiisósa

1 msk. edik

1 msk. engifer, smátt saxaður

2 hvítlauksrif, smátt söxuð

1 tsk. kínversk fimm krydda blanda

Setjið allt í pott og hitið að suðu. Látið malla við vægan hita í 5 mín. Þessi sósa á sélega vel við svínarif og lambarif. Gott er að smyrja sósunni á rifin á meðan þau grillast.

Tvær kaldar sósur:

Chimihurri

1 knippi steinselja

1 knippi kóríander

1/2 knippi mintulauf

5 hvítlauksrif, söxuð

1/2 tsk. chiliflögur (red pepper flakes)

nýmalaður pipar og salt

2 1/2 t dl ólífuolía

3 msk. edik

Grófsaxið kryddjurtinrnar og setjið þær ásamt hvítlauknum í matvinnsluvél. Bætið síðan chiliflögum og pipar og salti saman við. Þeytið síðan olíu og ediki saman við. Ef sósan er of þykk má setja svolíð vatn saman við. Síðan má breyta til og nota aðrar kryddjurtir eins og steinselju eingöngu eins og gert er í Argentínu.

 

Vorlauks- og chiliídýfa

3 vorlaukar

1 hvítlauksrif

1/2 raut chilialdin

1 dós (200 g) sýrður rjómi

1/2 dós (100 g) hreint skyr

nýmalaður pipar

salt

Takið svolítið af grænu blöðunum af vorlauknum og smábita af chilialdininu frá til skrauts. Saxið vorlaukinn, hvítlaukinn og chilialdinin smátt og hrærið síðan sýrða rjómanum og skyrinu saman við. Ef fræin úr chilialdininu eru notuð með verður sósan bragðsterkari sem mörgum þykir betra. Gott er að geyma sósuna í kæli áður en hún er borin fram.

 

 

 

Ritstjórn júlí 3, 2020 11:13