Nautagúllas frá himnaríki

Pottréttir standa alltaf fyrir sínu.  Hér er uppskrift af einum slíkum sem er afar einfaldur og bragðgóður. Hann er að vísu svolítið tímafrekur  þar sem hann þarf að fá að malla nokkuð lengi en fyrirhafnarinnar virði. Hann er fyrir sirka fjóra til fimm, svona eftir því hversu lystugt fólk er.

900 grömm nautagúllas

3 msk. smjör

4 stórir laukar

30-40 gr hveiti

1 lítri af nautasoði

3 lárviðarlauf

4 negulnaglar

10 piparkorn

4 einiber

2 msk. rauðvínsedik

Salt og pipar

Þerrið kjötið og kryddið örlítið með salti og pipar. Hitið smjörið við miðlungshita í þykkbotna potti. Brúnið gúllasbitana á öllum hliðum passið að setja ekki of mikið af kjöti í pottinn í einu svo bitarnir brúnist jafnt. Setjið kjötið til hliðar.  Sneiðið laukinn og setjið á pönnuna, ef ykkur finnst vanta smjör bætið því þá í pottinn. Látið laukinn karamellast við vægan hita í 25 mínútur. Bætið hveitinu út á laukinn og hrærið vel saman. Gúllasbitarnir fara því næst í pottinn og munið að hræra þeim vel saman við laukinn. Setjið nautasoðið því næst út í pottinn ásamt kryddunum og rauðvínsedikinu. Hrærið. Látið suðuna koma upp. Setjið lok á pottinn, lækkið hitann og látið malla í 21/2 tíma. Takið lokið af pottinum og látið malla í 30 mín til viðbótar. Saltið og piprið eftir smekk og bætið meira rauðvínsediki út í pottinn ef ykkur finnst þess þurfa. Berið fram með góðri kartöflumús og rauðkáli.

Ritstjórn maí 10, 2019 09:13