Hakka buff og laukur í sælkerabúningi

Hakkabuff og laukur er til í ýmsum útgáfum og hérna er framlag Guðna Pálssonar arkitekts til  þessa réttar.  Hann setti hana á Facebook og leyfði okkur að miðla henni áfram til lesenda Lifðu núna.

Smá innlegg í uppskriftina “ Hakka buff og laukur”
Grunnurinn er gott nautahakk
Formið buffin og steikið í smjöri og smá olíu, salt og pipar.
Buffin til hliðar og 2 chalotte laukar og 2 marin hvítlauksrif á pönnuna.
Hálft glas af rauðvíni og soð af hálfum nautakjötsteningi hellt yfir.
Làtíð sjóða í ca 10 mínútur og buffin í sósuna. Hér þarf að passa tímann mjög vel. Kjötið á að vera bleikt eins og góð nautasteik.
Jafna sósuna með maís mjöli
Mamma notaði sósulit í svona sósur, ég líka, alltaf.

Meðlæti.Það fæst t.d í Krónunni litlar danskar kartöflur og Kjötkompaníið er alltaf með úrval af skrautlegu grænmeti. Snögg soðið og steikt augnablik í smjöri.
Spælt egg er ekki inn í myndinni hér

„Það verður að kaupa gott nautahakk í þennan rétt“ sagði Guðni þegar Lifðu núna náði tali af honum og bætti við að það væri ekki gott að hafa buffin of stór. Guðni kann greinilega ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu og hann sagðist einmitt ætla að elda andabringur á næstunni. Hver veit nema uppskriftin að þeim birtist líka á Facebook. Við fylgjumst alla vega með!

Ritstjórn júlí 20, 2018 11:18