Steikt ýsa með rækjum, stökkum möndlum og hvítlauk

Lifðu núna hefur hafið samvinnu við Norðanfisk varðandi uppskriftir á netsíðuna en vefur þeirra, fiskurimatinn.is, er uppspretta frábærra fiskuppskrifta. Við fögnum þessu samstarfi og hvetjum lesendur Lifðu núna til að nýta vandaðar uppskriftir sem hér birtast til að auka fiskneyslu sína. Sjá má vef Norðanfisks hér.

800 g ýsa

200 g rækjur

160 g heilar möndlur með hýði

salt og pipar

safi úr 1 sítrónu

2 knippi steinselja, söxuð

ólífuolía

100 g smjör

2 hvítlauksrif

Aðferð:

Saxið möndlurnar í u.þ.b. þrennt og setjið í eldfast mót, blandið smá ólífuolíu og saltið smá. Bakið við 150°C í u.þ.b. 15–20 mín. án þess þó að þær brenni. Bræðið smjörið á pönnu og steikið ýsuna á snarpheitri pönnunni, kryddið með salti og pipar. Stráið yfir söxuðu möndlunum ásamt safanum úr sítrónunni og rækjunum, veltið á pönnunni í smá stund með steinseljunni og berið fram. Mjög gott er að saxa 2 hvítlauksrif gróft og dreifa þeim yfir möndlurnar síðustu 10 mínúturnar.

Ritstjórn október 9, 2020 13:55