Tengdar greinar

Human Forever – hvernig takast mismunandi samfélög á við heilabilun?

Í heimildarmyndinni Human Forever fylgjumst við með hollenska mannúðar- og aðgerðasinnanum Teun Toebes sem er í leiðangri til að bæta lífsgæði fólks með heilabilun. Hann hafði í nokkur ár búið á hjúkrunarheimili, ætluðu fólki með heilabilun, þegar hann ákvað að leggja af stað í ævintýralega þriggja ára ferð um fjóra heimsálfur og ellefu lönd í leit að svörum um framtíðina.

Saman með vini sínum, kvikmyndagerðarmanninum Jonathan de Jong, kannar Teun hvernig mismunandi samfélög takast á við heilabilun og hvað við getum lært hvert af öðru til að gera framtíðina betri. „Við viljum sýna dýpri og fjölbreyttari mynd af heilabilun, sagða eða sýnda af fólki með heilabilun“, segir Teun um tilgang myndarinnar.

Framtíðarsýnin

Í myndinni veltir Teun því fyrir sér hvernig við getum skapað samfélag í framtíðinni fyrir fólkið sem þarfnast svo innilega okkar athygli en við eigum til að gleyma. „Þar sem fjöldi fólks með heilabilun mun tvöfaldast á næstu 20 árum, er þessi leit ekki spurning heldur nauðsyn,“ fullyrðir hann og þá er hann einnig á því að öll, burtséð frá aldri eða sjúkdómsgreiningu eigi rétt á góðu lífi.

Framleiðandinn mætir

Human Forever hefur vakið mikla athygli um allan heim og hlotið verðlaun á nokkrum kvikmyndahátíðum.

Alzheimersamtökin standa fyrir sýningu á myndinni í Bíó Paradís fimmtudaginn 10. apríl næstkomandi kl. 19:00. Jonathan de Jong, framleiðandi myndarinnar verður viðstaddur sýninguna og segir stuttlega frá ferlinu ásamt því að svara spurningum úr sal.

Hér má horfa á stiklu úr myndinni: Documentary – Human Forever Miðar á myndina eru seldir á tix.is: Human Forever | Tix

Ritstjórn apríl 8, 2025 11:12