Tengdar greinar

Jarðarberjatíramísú – ferskasti eftirrétturinn!

Margir þekkja ítalska eftirréttinn tiramisu. Þessi sem hér er birtur er tilbrigði við þennan fræga eftirrétt og gefur honum ekkert eftir.

 

400 g rjómaostur, við stofuhita

3/4 bolli flórsykur

7 msk. Marsala vín

1/2 bolli sýrður rjómi

1 ask jarðarber

3/4 bolli sjóðandi vatn

2 msk. sykur

3 tsk. skyndikaffiduft

1 pakki ,,lange vingers“ kexkökur

rift dökkt súkkulaði

Hrærið rjómaost, flórsykur og 5 msk. Marsala vín í hrærivél þar til blandan er orðin kekkjalaus og jöfn. Bætið sýrða rjómanum saman við og hrærið áfram. Skerið helminginn af jarðarberjunum í sneiðar og helminginn í tvennt. Blandið því næst sykrinum og skyndikaffinu út í sjóðandi vatnið og hrærið þar til þurrefnin hafa leyst upp. Bætið afganginum af víninu, eða 2 msk. út í vökvann. Dýfið kexkökunum út í vökvann og raðið þeim í botninn á fati með háum börmum. Dreifið 2/3 af rjómaostsblöndunni yfir kökurnar og því næst jarðarberjasneiðum. Dýfið fleiri kexkökum í kaffiblönduna og raðið yfir jarðarberin. Dreifið afganginum ar rjómaostsblöndunni yfirkökurnar. Stráið rifnu súkkulaði þar yfir og skreytið með afganginum af jarðarberjunum. Geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klst. áður en þessi dásamlegi eftirréttur er borinn fram. Tilvalið er að útbúa þennan rétt daginn áður.

Ritstjórn maí 20, 2022 07:00