Kartöflubátar – snarl í vorpartíið eða smáréttur með grillmatnum

bökunarkartöflur

ólífuolðía

duftkryddblanda: kummin, paprika, kóríander, chili og ferskt tímían

gróft salt

Skerið kartöflurnar i báta, hrærið kryddduftið út í olíuna og blandið. Penslið bátana með kryddolíunni. Bakið bátan í eldföstu móti í 30 mín. við 220°C, ofarlega í ofninum. Berið fram með kaldri, frísklegri sósu, t.d. sýrðum rjóma með graslauk eða annarri bragðsterkri sósu til að dýfa bátunum ofan í. Þessa kartöflubáta má auðvitað líka bera fram sem meðlæti með grillmatnum.

Ritstjórn maí 15, 2020 10:28