Kartöflupítsa með geitaosti, dásamlega bragðgóð

500 g smáar kartöflur með hýði

2 litlir laukar, skornir í ræmur

hvítlauksrif, skorin í örþunnar sneiðar

1/2 dl ólífuolía

1 tsk. timjan

1/2 tsk. salt

1/2 tsk. svartur pipar

200 g geitaostur (hér má einnig nota mozzarella-, brie- eða camembertost ef vill)

Sneiðið kartöflurnar þunnt. Hitið olíuna á pönnu og mýkið laukinn og hvítlaukinn. Setjið kartöflusneiðarnar á pönnuna ásamt kryddinu. Steikið við vægan hita í 10 mínútur. Skiptið lauknum og kartöflunum jafnt niður á pítsubotnana. Myljið geitaostinn gróft yfir. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur á hæstu mögulegu stillingu.

Hér að neðan er góð uppskrift að pítsadeigi en hægt er að kaupa deig tilbúið  í stórmörkuðum ef vill.

pk. þurrger

dl vatn

msk. olía

450 g heilhveiti

Látið gerið í vatnið og olíuna og látið standa þar til freyðir. Blandið hveitinu út í og hnoðið saman. Látið standa á volgum stað og látið hefast í 1 klst. Hitið ofninn á hæstu mögulegu stillingu. Hnoðið deigið að nýju. Skiptið deiginu í tvennt, fletjið út og látið á bökunarpappír. Látið áleggið á botnana.

Ritstjórn júlí 16, 2021 07:40