Kjúklingabringur með sveppum og parmesan – skotheldur réttur í matarboðið

Þessi réttur er fyrir fjóra til sex og óneitanlega er skemmtilegt að bera hann fram fyrir sælkera.

4 kjúklingabringur

svartur pipar

olía til steikingar

500 g sveppir

2 hvítlauksrif, pressuð

safi úr ½ sítrónu

¾ bolli matreiðslurjómi

½ bolli ferskur parmesanostur, nýrifinn

2 msk. fersk mynta eða aðrar kryddjurtir

Kryddið bringurnar með piparnum og steikið í heitri olíunni í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið. Steikið sveppina á pönnunni og látið hvítlaukinn saman við. Færið sveppina til á pönnunni og látið bringurnar undir þá og þekið þær alveg með sveppunum. Hellið sítrónusafanum yfir og síðan rjómanum. Stráið parmesanostinum yfir, lokið pönnunni og sjóðið við vægan hita í 7 mínútur. Stráið myntunni eða öðrum kryddjurtum yfir. Bragðbætið með salti og pipar ef þurfa þykir en athugið að osturinn er saltur og bragðmikill. Berið salat og t.d. quinoa fram með þessum rétti.

 

Ritstjórn júlí 24, 2020 10:32