Appelsínukjúklingur fyrir barnabörnin

Börnum og unglingum finnst þessi réttur oft á tíðum afar góður, sérstaklega ef þau kunna að meta kínamat, það er því ekki úr vegi að prófa að bjóða upp á hann þegar von er á barnabörnunum í heimsókn. Uppskriftin er ætluð fjórum fullorðnum.

Kjúklingurinn

4 kjúklingabringur, skornar í litla bita.

3 egg hræð saman

1/3 bolli maizenamjöl (kornsterkja)

1/3 bolli hveiti

Olía til steikingar

Appelsínusósan

1 bolli appelsínusafi

½ bolli sykur

2 matskeiðar hrísgrjóna- eða hvítvínsedik

2 matskeiðar soyja sósa (notið Tamrin sósu ef einhver er með glúten ofnæmi)

¼ teskeið engiferduft

¼ teskeið hvítlauksduft (eða tvö maukuð hvítlauksrif)

½ teskeið chili flögur

Rifinn börkur af einni appelsínu

1 matskeið maizenamjöl (kornsterkja)

Til skreytingar

Vorlaukur

Rifinn appelsínubörkur

Setjið appelsínusafann, sykurinn, edikið, soyasósunsa, hvítlaukinn, engiferinn og chiliflögurnar í miðlungsstóran pott og hitið að suðu.

Hrærið einni matskeið af maizenamjöl saman við tvær matskeiðar af vatni. Bætið í appelsínusósuna og látið malla þangað til sósan fer að þykkna. Þegar sósan er orðin hæfilega þykk takið hana af eldavélinni og bætið rifnum appelsínuberki saman við.

Þá er komið að kjúklingnum. Blandið saman  maizenamjöli  og hveiti á disk og saltið örlítið.

Hrærið eggin saman í grunnri skál eða á súpudiski.

Takið kjúklingabitana og veltið þeim upp úr eggjablöndunni og því næst upp úr hveitiblöndunni. Leggið bitana á disk.  Takið djúpa pönnu og setjið olíu á hana athugið að það þarf þó nokkuð mikla olíu því það þarf að vera hægt að kafsteikja bitana. Þegar olían er orðin vel heit setjið þá kjúklingabitana út í, nokkra bita í einu, og steikið þangað til þeir eru orðnir gullnir eða í 2 til þrjár mínútur. Snúið þeim oft á meðan þeir eru að steikjast. Þegar bitarnir eru tilbúnir látið þá mestu feitina renna af þeim á eldhúsbréfi.  Þegar búið er að steikja allan kjúklinginn er hann settur í skál og sósunni helt yfir og blandað vel svo sósan þeki alla bitana. Skerið því næst vorlauk niður og dreifið yfir kjúklinginn og rífið smá börk yfir. Berið fram með soðnum hrísgrjónum.

Ritstjórn maí 25, 2018 10:30