Á sýningunni Laugarneshughrif (Imprints of Laugarnes) leikur kanadíski listamaðurinn Carl Philippe Gionet sér að samspili náttúrunnar og listrænnar arfleifðar Sigurjóns Ólafssonar. Megininnblástur verka hans er Laugarnesið sjálft með sína mögnuðu sögu og úfið landslag með klöppum og klettum þar sem finna má einstæða áferð og mynstur.
Verkin á þessari sýningu eru nær eingöngu unnin með grafít á pappír. Ólíkt stórum málverkum krefst vinna með grafít annars konar vinnubragða og hugsunarháttar − natni og skefjalausrar nákvæmni. Viðkvæmt yfirborð pappírsins minnir á lífrænt eðli viðarins sem hann er unninn úr. Grafítið er sjálft unnið úr steinum, sem tengir teikningarnar við sögu landsins. Sérhver blettur á pappírnum ber kjarna þessara náttúruefna, sem tengir hið skammvinna við óendanleikann í sérhverri pensilstroku.
Afmælishátíð 1. desember 2024
Sunnudaginn 1. desember verða 40 ár liðin frá stofnun Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og verður þá boðið til veislu í safninu. Klukkan 14:00 heldur Birgitta Spur, stofnandi safnsins, erindi um sögu þess og klukkan 15:00 verður sýnd heimildarmyndin Torn sem fjallar um konuna Birgittu Spur.