Tengdar greinar

Laugarneshughrif – síðasta sýningarhelgi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Á sýn­ing­unni Laugarnes­hug­hrif (Im­prints of Laugar­nes) leik­ur kanad­íski lista­mað­ur­inn Carl Phil­ippe Gionet sér að sam­spili nátt­úr­unn­ar og list­rænn­ar arf­leifð­ar Sigur­jóns Ólafs­son­ar. Megin­innblást­ur verka hans er Laugar­nes­ið sjálft með sína mögn­uðu sögu og úfið lands­lag með klöpp­um og klett­um þar sem finna má ein­stæða áferð og mynstur.
Verkin á þess­ari sýn­ingu eru nær ein­göngu unn­in með grafít á papp­ír. Ólíkt stór­um mál­verk­um krefst vinna með grafít ann­ars kon­ar vinnu­bragða og hugs­unar­hátt­ar − natni og skefja­lausr­ar ná­kvæmni. Við­kvæmt yfir­borð papp­írs­ins minn­ir á líf­rænt eðli við­ar­ins sem hann er unn­inn úr. Grafít­ið er sjálft unn­ið úr stein­um, sem teng­ir teikn­ing­arn­ar við sögu lands­ins. Sérhver blett­ur á papp­írn­um ber kjarna þess­ara náttúru­efna, sem teng­ir hið skamm­vinna við óendan­leik­ann í sér­hverri pensil­stroku.

Afmælishátíð 1. desember 2024

Sunnudaginn 1. desember verða 40 ár liðin frá stofn­un Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­son­ar og verð­ur þá boð­ið til veislu í safn­inu. Klukk­an 14:00 held­ur Birg­itta Spur, stofn­andi safns­ins, er­indi um sögu þess og klukk­an 15:00 verður sýnd heimildar­mynd­in Torn sem fjallar um konuna Birgittu Spur.

Ritstjórn nóvember 27, 2024 16:32