Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli skrifar
Þegar ég spyr fermingarbörnin mín í Grafarvogi, hvaða hátíð sé aðalhátið kristinna manna, svara þau ávallt einum rómi,“ það eru jólin“. Það er ekki óeðilegt, því að fáar þjóðir gera meira úr jólunum og jólahaldinu en við Íslendingar. Sú hátíð er svo dýrmæt mitt í skammdeginu.
Ein kona hringdi í mig í gær og var að leita eftir fjárhags aðstoð vegna páskanna. Það er gott að kirkjan getur styrkt fjölskyldur til að halda hátíðir,á hátíðlegan hátt.Síðustu jól gátum við í Grafarvogskirkju í gegnum Góðgerðarsjóð kirkjunnar, líknarsjóð, Lionsklúbbinn Fjörgyn í Grafarvogi, Kiwanisklúbbinn Höfða í Grafarvogi, og Oddfellow Regluna styrkt fjölskyldur í okkar kirkjusókn um 2, 2 miljónir.Það er gott að geta veitt slíka styrki, en um leið alvarlegt að svo margir þurfi á slíkri hjálp að halda.
Víkjum aftur að fyrirspurn konunnar, sem hringdi í prestinn. Ég sagði að við myndum veita aðstoð í dymbilvikunni. Hún spurði hvað þýðir orðið dymbilvika.
Ég eðilega greindi henni frá því að vikan fyrir Páskana væri nefnd Dymbilvika,Kyrravika,eða Bænavika. Í þessari viku eru hátíðsdagarnir, Skírdagur , Föstudagurinn langi og aðfangadagur Páska.
Orðið dymbilvika er dregið að þeirri hefð að trékólfur var settur á eða í kirkjuklukkur í vikunni fyrir páska.
Hljómur kirkjuklukknanna var því daufari, mattari en áður þegar þeim var hringt í dybilviku.
Á þessum tíma er Passíusálmar Hallgríms Péturssonar víða fluttir í kirkjum landsins.
Á föstudaginn langa eru þeir víða fluttir allir fimmtíu. Í kirkjunni sem ég þjóna mun Sigurður Skúlason leikari flytja þá alla frá kl. 13:00-18:00.
Daginn fyrir Skírdag kl. 18:00 verður 50 Sálmur fluttur af Þingmanni eða Ráðherra, en það hafa þeir þingmenn gert síðustu tíu árin í Grafarvogskirkju. Einnig mun Meistari Megas flytja tvo sálma þann dag.
Þar munum við í lok Dymbilviku taka undir orð séra Hallgríms Pétursssonar er hann kvað:
Krossferli að fylgja þínum
fýsir mig Jesú kær.
Væg þú veikleika mínum,
Þó verði ég álengdar fjær,
Þá trú og þol vill þrotna,
Þrengir að neyðin vönd,
Reis þú við reyrinn brotna
Og rétt mér þína hönd
Hallgrímur Pétursson (Ps.11)
Guð gefi ykkur gleðilega Páska.