Pönnukaka með hneturjóma og sósu

150 g hveiti

1/4 tsk. salt

1 tsk. lyftiduft

2 egg

1 eggjarauða

2 1/2 dl mjólk

50 g brætt smjör

Blandið þurrefnunum saman í skál. Bætið eggjum, eggjarauðu, mjólk og smjöri saman vi og hrærið saman í slétt og kekkjalaust deig. Setjið lok yfir skálina og látið deigið standa á borði í 30 mín. Bakið síðan 8 pönnukökur á vel heitri pönnukökupönnu úr deiginu.

Fylling:

100 g dökkt súkkulaði

1 eggjahvíta

1 tsk. vanillusykur

1 tsk. vanilludropar eða líkjör að eigin vali

2 dl rjómi, þeyttur

150 g heslihnetuflögur, ristaðar á heitri pönnu

Bræðið súkkulaðið og þeytið saman eggjahvítu, vanillusykri og vanilludropum eða líkjör þar til blandan er orðin nokkuð stíf (toppar halda sér). Bætið síðan rjómanum saman við ásamt heslihnetunum. Smyrjið bræddu súkkulaðinu yfir pönnukökurnar og dreifið síðan rjómablöndunni yfir súkkulaðið og brjótið pönnukökurnar siðan utan um fyllinguna. Berið pönnukökurnar fram með karamellusósunni.

Karamellusósa:

100 g sykur

1 vanillustöng

1 1/2 dl rjómi

Bræðið sykurinn í potti á góðum hita þar til hann verður gullinn. Skafið kornin innan úr vanullustönginni og bætið þeim út í sykurinn. Takið pottinn af hellunni og hrærið rjómanum saman við. Hrærið stöðugt þar til sósan verður jöfn og slétt.

 

Ritstjórn desember 3, 2022 17:04