Sex grömm á dag ekki meir, ekki meir

Hólmfríður Þorgeirsdóttir

Hólmfríður Þorgeirsdóttir

„Það hefur sýnt sig að með því að minnka saltneyslu má draga úr hækkun blóðþrýstings, en háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Áhrif þess að draga úr saltneyslu eru mest hjá þeim sem eru með of háan blóðþrýsting og hjá þeim sem eru yfir kjörþyngd en einnig má vinna gegn þeirri blóðþrýstingshækkun sem yfirleitt fylgir hækkandi aldri,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. Hún segir að besta leiðin til að minka saltneyslu sé að velja fersk lítið unnin matvæli enda séu mikið unnin matvæli yfirleitt saltrík, einnig sé gott að takmarka notkun á salti við matargerð og á matinn.

Neyta of mikils af salti

Góður fréttirnar fyrir þá sem eru farnir að eldast eru að samkvæmt könnun sem gerð á landinu öllu 2010 til 2011 þá neyttu þeir sem orðinir eru 61 árs og eldri minna af salti en aðrir aldurshópar. „Þeir neyta þó meira salts en mælt er með að hámerki eða yfir sex grömm á dag,“ segir Hólmfíður. Hún segir að samkvæmt niðurstöðum samnorrænnar könnunar sem gerð var á síðasta ári megi almennt segja að konur séu meðvitaðri um daglega neyslu sína en karlar og reyni frekar að draga úr henni þeir. „Aldur hefur einnig áhrif og því eldra sem fók er því meðvitaðra er það um saltneysluna og reynir sömuleiðis frekar að draga úr henni,“ segir Hólmfríður.

Á vef Landlæknisembættsins er að finna góðar upplýsingar um hvernig hægt er að draga úr saltneyslu.

Að venja sig á minna salt; í búðinni, við eldavélina og við matarborðið:

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item26973/15-0945-Til-umhugsunar.pdf

 7 staðreyndir um salt:

http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item26965/7%20stadreyndir%20um%20salt.pdf

Ráðleggingar um matarræði:

http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item25765/Radleggingar-um-mataraedi-–-Endurskodun-2015

 

 

 

Ritstjórn júní 1, 2015 09:23