Sjö vinsæl hverfi hjá sextíu plús

Þeir sem eru um sextugt og sjötugt og eru að minnka við sig húsnæði, vilja gjarnan búa á svipuðum slóðum og þeir hafa áður búið. Fólk tekur einnig mið af því hvar uppkomin börn þeirra og barnabörn búa. Þetta var samdóma álit fjögurra fasteignasala sem Lifðu núna talaði við, til að heyra álit þeirra á því hvar eldra fólk sem er að minnka við sig, vill helst búa. Einn þeirra sagði að vísu að það væri ekki alltaf mögulegt að finna nýja eign í gamla hverfinu og þá leitaði fólk annað.

Nýju húsin spretta upp í Lundi í Kópavogi

Nýju húsin spretta upp í Lundi í Kópavogi

Þurfa bara að hugsa um íbúðina

Fasteignasalarnir sem allir eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu, voru sammála um að yfirleitt vildi fólk selja stóru eignirnar og komast í nýbyggð hús þar sem það þyrfti ekki að sjá um annað en sína eigin íbúð. Góðar íbúðir, útsýni og lyftur væru nokkuð sem flestir legðu mikið uppúr. Hér fyrir neðan er listi yfir hverfi eða byggingar, sem eru visælar í þessum aldurshópi.

Sjö vinsæl hverfi

Mánatún og Sóltún í Reykjavík

Hrólfsskálamelur á Seltjarnarnesi

Sjáland og Garðatorg í Garðabæ

Skuggahverfið í miðbæ Reykjavíkur

Stakkholt í Reykjavík

Lundur Kópavogi

Þorrasalir Kópavogi

Fjöldi íbúða í byggingu í Mánatúni

Fjöldi íbúða í byggingu í Mánatúni

 

Ritstjórn ágúst 11, 2015 14:24