Tengdar greinar

Spínatídýfa í partíið

3 pokar frosið spínat

3 dósir sýrður rjómi

600  mæjónes

3 dósir water chestnuts

2 pakkar púrrlaukssúpa, t.d. frá Toro

8-10 hvítlauksgeirar

2 msk. sítrónusafi eða eftir smekk

nokkrir dropar tabasco sósa

3 kúlulaga brauð

Þíðið spínatið og látið leka vel af því. Saxið vatshneturnar og blandið síðan öllu öðru hráefni saman í skál og smakkið til með tabasco sósunni. Rífið spínatið að síðustu saman við. Geymið í kæli yfir nótt. Rífið innan úr brauðinu og látið fylgja með á veisluborðið ásamt kexi til að borða með ídýfunni.

 

 

 

Ritstjórn febrúar 5, 2022 20:44