Anna Kristine Magnúsdóttir tók þetta efni saman fyrir Lifðu núna árið 2019 en hún lést 6. janúar 2022.
Sjúkraskýrslur innihalda oft gullkorn, sem ekki var ætlað að flokkast sem fyndni. Þegar ég var læknaritari á Landakotsspítala 1981 til 1991 voru það yfirleitt læknanemarnir sem skráðu sjúkrasögu fólks sem var að leggjast inn. Sumir flýttu sér meðan aðrir vönduðu sig þessi ósköp – og jafn fyndið gat komið frá báðum. Lítum hér á nokkrar skondnar setningar úr sjúkraskrám.
Fékk aðsvif, man ekkert þar til hann vaknar í rúminu með tvær hjúkkur.
Óvíst um blóð í hægðum þar sem sjúkl. er litblindur.
Engir kviðverkir, en heldur lausum hægðum í skefjum með franskbrauði.
Fékk þann úrskurð að hjartað væri ágætt, en að hún skuli koma aftur ef hún missir meðvitund.
Fær stundum blæðingu úr vinstra nefi.
Hægðirnar hafa sama lit og hurðin á deild 9
Stundum líður sjúklingi betur, stundum verr, stundum ekki neitt.
Sjúkl. þarf að sofa hátt undir koddanum.
Uppköstin hurfu síðdegis, sömuleiðis makinn.
Sjúkl. er aftur orðið illt í verknum.
Sjúkl. svolítið sundurlaus.
Sjúklingi hættir til að prjóna.
Sjúkl. er vörubílstjóri sem að jafnaði getur ekið 10 km án þess að mæðast.
Eitillinn sendur sama dag og sjúkl. í leigubíl til Reykjavíkur.
Nútímaleg íbúð og eiginkona.
Hún býr alein í Ólafsvík.
Sjúkl. er ekki alltaf illt, bara oftast nær.
Mat fær hann frá syni sínum sem er í frystinum.
Lögga gift löggu.
Fékk hjólastól og ekur héðan til Hafnarfjarðar.
Sjúkl. var upplýstur um niðurstöður krufningarinnar.
Síðasta sýni var aldrei tekið.
Kjálkaholurnar skolaðar 5-600 sinnum.
Sjúkl. vegur 78 kg heima áður en hann kemur hingað án klæða.
Ekkja, býr með frískum eiginmanni.
Dó af kransæðastíflu, síðan lungnabjúg.