Þennan rétt má útbúa með fyrirvara og geyma í ísskáp og jafnvel frysta.
1 rúllutertubrauð
1 laukur, smátt saxaður
300 g brokkólí, smátt saxað
olía til steikingar
1 lítil dós grænn aspars, látið vökvann renna af
200 g rjómaostur
fetaostur, lítil krukka án olíunnar
pipar
ferskt kóríander, 1 msk. og meira til að skreyta brauðið ef vill
1 bréf hráskinka, skorin í strimla
1 egg til að pensla með
100 g mozzarellaostur
furuhnetur, ristaðar á pönnu, 50 – 100 g
Látið brauðið útflatt á bökunarpappír. Steikið lauk og brokkólí í olíu þar til það verður mjúkt. Bætið aspars, ostum og kryddi út á pönnuna og hrærið í þar til osturinn hefur bráðnað. Kælið fyllinguna svolítið og smyrjið henni síðan á brauðið. Dreifið hráskinkustrimlunum yfir og rúllið brauðinu saman. Penslið brauðið með hrærðu egginu og stráið mozzarellaostinum yfir. Bakið í miðjum ofni við 180°C þar til osturinn er orðinn gullinn. Dreifið ristuðum furuhnetunum og rifnu kóríander yfir ef vill og berið fram.