Unnið úr bláberjum, baka og morgungrautur

Albert Eiríksson útbjó þessar uppskriftir úr dýrindis berjum sem fengist hafa úti í náttúrunni en líka í hillum verslana fyrir þá sem ekki höfðu tök á að fara í berjamó. Fleiri uppskriftir Alberts má sjá á heimasíðu hans: https://www.alberteldar.com/

Bláberjabaka

1 bolli bláber

½  dl rifsber

1 msk. rifinn sítrónubörkur

200 g smjör

1 dl sykur

1 tsk. lyftiduft

2 dl hveiti

1 tsk. vanilludropar

2 egg

Setjið bláber, rifsber og sítrónubörk í bökuform. Bræðið smjörið í potti, bætið þurrefnum út í og loks eggjum. Blandið vel saman. Hellið deiginu yfir berin og bakið við 170°C í 25-30 mín. Setjið í stórt bökuform eða mörg minni sem er hæfilegt fyrir einn. Berið fram með rjóma eða ís ef vill.

 

Bláberjagautur

2 msk. bláber

2 msk. haframjöl

1 tsk. chiafræ

kasjúhnetur, saxaðar

smá salt

möndlumjólk, kókosmjólk eða annar vökvi

Látið allt í glas og hellið vökvanum svo rétt fljóti yfir. Látið standa í ísskáp yfir nótt og þá er morgunverðurinn tilbúinn þegar þið vaknið og þið farið fersk og fín inn í daginn.

 

Ritstjórn september 4, 2020 12:03