Guðdómlegt gænmetisbuff með sælkerasósu

200 g smjörbaunir

1 laukur, smátt saxaður

2 vænar gulrætur, smátt saxaðar

2 kartöflur, smátt saxaðar

1 dl grænmetissoð, vatn og teningur

1 tsk. salt

svartur, nýmalaður pipar

1 tsk. karrí

1 msk. tómatpúrra

1 bolli kúskús

3 bollar vatn

Leggið baunirnar í bleyti í sólarhring. Sigtið og skolið baunirnar fyrir suðu og sjóðið þær í 60 mínútur. Sigtið þær og leggið til hliðar. Steikið laukinn þar til hann er orðinn glær. Bætið gulrótum og kartöflum saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur. Bætið grænmetissoði, kryddi og tómatmauki saman við og látið allt sjóða saman í 10 mínútur. Sjóðið kúskús eftir leiðbeinginum á pakkningu og látið kólna. Setjið bauninrnar í matvinnsluvél, maukið þær og látið í skál með grænmetinu og kúskús. Hærið allt saman þar til það loðir vel saman. Mótið að lokum buff úr blöndunni og steikið þar til þau eru orðin gullin.

Sælkerasósan:

1 laukur, smátt saxaður

4 gulrætur, smátt saxaðar

3 hvítlauksrif, smátt söxuð

salt og svartur pipar

2 dl grænmetissoð, vatn og teningur

2 tsk. karrí

2 msk. tómatpúrra

100 g rjómaostur

2 dl matreiðslurjómi

Léttsteikið lauk, hvítlauk og gulrætur samna í smá stund. Hellið grænmetissoði yfir og látið sjóða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Maukið allt í matvinnsluvél. Setjið maukið því næst í pott og bætið osti og rjóma saman við og látið sjóða við vægan hita þar til osturinn hefur bráðnað. Berið sósuna fram með buffunum, fallegu salati og súrdeigsbrauði.

 

Ritstjórn apríl 1, 2022 07:00