Félagsmiðstöðvar í borginni opnar í allt sumar

Velferðarráð hefur samþykkt að afnema sumarlokanir á félagsmiðstöðvum velferðarsviðs en stytta opnunartímann um tvær klukkustundir og hafa opið frá tíu til tvö í stað fjögur. Samþykktin er gerð með þeim fyrirvara að takist að ráða fólk í afleysingar.

Þetta er fyrst og fremst gert til að engin skerðing verði á matarþjónustu fyrir eldri borgara en margir nýta sér hádegismatinn í félagsstarfinu, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en borgin rekur 17 félagsmiðstöðvar vítt og breytt um borgina.

Undanfarin ár hafa nokkrar félagsmiðstöðvar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar verið lokaðar í fjórar vikur á sumri.Notendaráð félagsmiðstöðvanna og hverfaráðin mótmæltu lokunum á félagsmiðstöðvunum og óskuðu eftir endurskoðun sem ráðið hefur nú fallist á.

 

Ritstjórn júní 28, 2017 11:34