Björgvin Guðmundsson skrifar
Margt bendir nú til þess að sjóðfélagar lífeyrissjóðanna séu að vakna. Þeir eru að átta sig á því, að þeir hafa verið blekktir, sviknir. Árið 1969 i kjarasamningum ASÍ og VSÍ var ákveðið að stofna lífeyrissjóði og samkvæmt upplýsingum ASÍ var gert ráð fyrir því, að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar. Annað var aldrei inni í myndinni. Það eru því hrein svik við sjóðfélaga, eldri borgara að skerða lífeyri sjóðfélaga hjá almannatryggingum á þeim forsendum einum að þeir fái greiðslur úr lífeyrissjóði. Talsmenn Tryggingastofnunar segja,að það kosti mikla fjámuni að afnema skerðingarnar, tekjutengingarnar. Sumir gefa til kynna, að það sé óábyrgt að afnena allar skerðingar. Það stenst ekki. Núverandi forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, sagði í bréfi til eldri borgara fyrir kosningarnar 2013, að hann ætlaði að afnema allar tekjutengingar, ef hann fengi umboð til þess. Hann fékk umboðið en sveik loforðið. Tæplega er það óábyrgt ,það sem æðstu ráðamenn vilja gera.
En það er ekki nóg að afnena tekjutengingar, skerðingar strax. Það þarf að greiða allt til baka sem ríkið, Tryggingastofnun, hefur tekið af sjóðfélögum,eldri borgurum. Ríkið þarf að greiða eldri borgurum hverja krónu til baka.Það er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Nú eru nógir peningar til. Ríkið verður að borga.
Greinin birtist fyrst á http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/