Girnilegt kartöflusalat með síld

Marineruð síld er afar góð. Hún er góð með eggjum, grófu brauði eða rúgbrauði og flatbrauði. Við rákumst á þessa uppskrift af kartöflusalati til að hafa með síldinni á vef MS og getum ekki beðið eftir að prófa. Það sem til þarf er:

2 dósir af sýrðum rjóma

5 stórar kartöflur

2 epli

4 egg

150 gr. agúrka

5 sýrðar smágúrkur

1 msk laukur (smátt saxaður)

1 tsk. karrí

2 tsk. sítrónusafi

Season all, salt og pipar.

Síld

Blandið kryddinu vel saman við sýrða rjómann. Skerið soðnar kartöflur og epli í teninga og bætið út í ásamt harðsoðnum, söxuðum eggjum (í eggjaskera). Saxið smágúrkur og ferskar agúrkur og bætið út í, að síðustu söxuðum lauknum og sítrónusafanum. Látið salatið bíða í 6-8 tíma og berið síðan fram með síldinni.

 

Ritstjórn nóvember 30, 2018 14:44