Dásemdar eftirréttur beint af grillinu

Það er löngu komin tími til að draga fram grillið og galdra fram allskonar grillrétti.  Það er alltaf gott að fá eitthvað pínu sætt eftir þunga kjötmáltíð og þessi eftirréttur er alveg fullkominn. Einfaldur og bragðgóður.  Uppskriftin er af vefnum Gerum daginn girnilegan en á honum er finna fjöldan allan af góðum uppskriftum af grillmat.

½ ananas

1 poki stórir sykurpúðar

100 gr Milka súkkulaði

1 poki Werther’s Original karamellur

1 pakki Oreo kex

 

Skerið ananas í teninga.

Grillið ananasinn og setjið súkkulaði eða karamellu ofan á ásamt ½ sykurpúða.

Grillið í 5 mínútur og lokið með ½ Oreo kexköku.

Ritstjórn maí 24, 2019 07:40