Íslenskt lambakjöt undir afrískum áhrifum

 

Uppskriftina að þessum rétti má rekja til Afríku og í hana er mjög gott að nota íslenska lambakjötið. Tilvalinn helgarréttur!

Lamba-tagine með rúsínum og möndlum fyrir 4-6

kg lambakjöt, t.d. af læri

2 msk. smjör

3 msk. olía

2 laukar, saxaðir

3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt

1/2 tsk. túrmerik+1/2 tsk. engiferduft

1/4 tsk. cayenne-pipar eða harissamauk eftir smekk (má vera msk. afmauki)

nýmalaður pipar og salt

1 dós saxaðir tómatar

2 1/2 dl vatn

dl rúsínur

2 msk. söxuð steinselja

1 msk. söxluð kóríanderlauf

50 g möndlur, heilar

Skerið lambakjötið í bita. Setjið smjör og 1 msk. olíu í pott og setjið kjötið, laukinn og hvítlaukinn út í og kryddið með túrmeriki, engifer, cayenne pipar, salti og pipar. Hrærið í til að blanda kryddinu saman við réttinn. Hellið tómötunum og vökvanum úr dósinni út í, bætið  vatninu í og hitið að suðu. Látið lok á pottinn og látið malla í klukkustund. Hrærið í af og til og bætið vatni í ef þarf. Bætið rúsínum og söxuðu kryddjurtunum í pottinn og látið malla í hálftíma í viðbót eða þar til kjötið er orðið meyr og sósan hefur þykknað. Hitið 2 msk. olíu á pönnu og steikið möndlurnar á báðum hliðum þar til þær eru orðnar gullinbrúnar. Dreifið þeim yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

 

 

Ritstjórn febrúar 19, 2021 12:19