Þessi dásamlega sósa, eða pestó, hefur gengið manna á milli allt frá því meistari Úlfar Finnbjörnsson gaf uppskrift að henni margt fyrir löngu. Með tímanum hefur matartíska eðlilega breyst og sykur og saltneysla manna hefur minnkað en grunnurinn er sá sami í þessari sósu enda eru uppskriftir frá Úlfari sígildar. Fyrir utan hvað pestóið er bragðgott er það sérlega hollt og svo er það fallegt á litinn og gaman að bera það á borð. Þetta pestó fer líka mjög vel með pastaréttum. Einfalt er t.d. að sjóða gott pasta, blanda ýmiss konar litfögru grænmeti og fetaosti saman við það og hella svo klettakálspestói yfir og blanda vel. Þar með er kominn ljúffengur grænmetisréttur og svo má blanda kjúklingabitum saman við ef fól vill.
Pestóið er einfalt í undirbúningi og skothelt að bera það fram með vel steiktu lambakjöti, t.d. lambaprime sem hefur verið fitu- og sinahreinsað.
Klettakálspestó:
1 poki klettakál
4-6 hvítlauksrif
2 msk. furuhnetur
2 msk. rifinn parmesanostur
1 msk. sítrónusafi
1 msk. hvítvínsedik
1 msk. hunang
2 dl olía
salt eftir smekk
nýmalaður pipar