Bragðmikil kjúklingalæri á grillið

800 g kjúklingalærakljöt, úrbeinað og skinnlaust en það er bragðmeira en bringurnar (fæst tilbúið í verslunum, t.d. frá Ali)

3 msk. olía

bbq krydd

1 paprika, skorin í lengjur

1 rauðlaukur, skorinn í báta

2 dl sterk mexíkósk salsa

2 dl ostasósa

2 dl guacamole sósa

salat

taco skeljar, muldar

Veltið kjúklingalærunum upp úr olíu og kryddið með bbq kryddi. Gott er að skera raufar í kjötið svo olían og kryddið komist inn í það. Grillið lærin í 5 mínútur á hvorri hlið. Verið búin að grilla paprikurnar og laukinn áður og berið fram með kjúklingnum ásamt sósum, salati og mundum taco skeljum.

Ritstjórn maí 1, 2020 12:09