Ágreiningur í lífeyrisnefnd

„Við stefnum að því að nefndin skili af fyrir lok janúarmánaðar, ég er samt ekki viss um hvort að það tekst,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður og formaður lífeyrirsnefndar félagamálaráðherra.

Pétur Blöndal

Pétur Blöndal

Nefndin var skipuð í nóvember 2013 og á hún að setja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag almannatrygginga hér á landi og áttu tillögurnar að vera tilbúnar í maí á síðasta ári. Pétur segir að verkefnið sé stórt.  „Við höfum ekki náð samkomulagi um tillögur um starfsgetumat en það á að koma í stað núgildandi örorkumats. Nú er ljóst að nefndin mun skila af sér tveimur jafnvel fleiri tillögum um starfsgetumatið,“ segir Pétur.

Að sögn er mun meiri samhljómur um aðra þætti sem nefndin hefur fjallað um svo sem að hækka ellilífeyrisaldur úr 67 árum í 70 ár, á 37 árum og að ríkisstarfsmenn geti unnið til 75 ára aldurs en nú verða þeir að hætta störfum við 70 ára aldur. Þá verða settar fram tillögur um að almennt eigi fólk að geta frestað töku lífeyris til 80 ára aldurs, þeir sem það kjósa.

 

Ritstjórn janúar 13, 2015 12:00