Stórir hópar lifa við fátækramörk eða fyrir neðan þau

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Samkvæmt nýrri launarannsókn Hagstofunnar sem birt var í gær, eru meðallaun launamanna í landinu 667 þúsund kr á mánuði fyrir skatt. Til sanmanburðar má nefna að lífeyrir aldraðra (kvæntra)er 228 þús, kr á mánuði fyrir skatt, 197 þús eftir skatt. Fjórðungur launamanna er með 470 þúsund kr eða minna  á mánuði. Forstjórar fyrirtækja voru með hæstu heildarlaun að meðaltali 2016 eða 1620 þúsund kr á mánuði. Dómarar komu næst á eftir þeim með 1442  þús kr. ( Alþingismenn eru með 1.1 milljón kr. á mánuði og ráðherrar með 1,8 milljón kr á mánuði) Þeir sem starfa við barnagæslu eru með lægstu launin, eða heildarlaun 340 þús kr á mánuði.

Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar,að tíundi hver maður er með lægri laun en 381 þúsund kr á mánuði. Lágmarkslaun eru enn lægri eða aðeins 280 þúsund kr á mánuði. Byrjunarlaun eru 257 þús á mán. Aldraðir,öryrkjar og lægst launuðu verkamenn hafa kjör við fátæktarmörk og fyrir neðan þau. Það á að heita að góðæri sé í landinu!

Greinin birtist fyrst á http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/

Ritstjórn október 3, 2017 10:19