750 g kartöflur
250 g rófur
500 g gulrætur
3-4 laukar
4 msk. olía
4 msk. tandoori mauk (hrærið saman tandoori-masala kryddi og smá olíu
4 dl vatn
2 tsk. sterkt karrí
3 tsk. garam masala
2 tsk. cumin
200 g rúsínur
250 g kjúklingabaunir (tilbúnar í dós)
ferskt kóríander
Afhýðið kartöflur, rófur, gulrætur og lauk og skerið í teninga. Hitið olíu í potti og mýkið grænmetið. Bætið vatni út í ásamt kryddi, rúsínum og baunum. Sjóðið í klukkutíma eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Berið réttinn fram með sósunni (sjá uppskrift), mangó chutney og naan brauð. Skreytið með fersku kóríander.
Sósa:
4 dl ab-mjólk
2 hvítlauksrif
1 tsk. cumin
½ búnt steinselja
salt og pipar
Merjið hvítlauksrifin og hrærið saman við ab-mjólkina. Kryddið og geymið í kæli fram að framreiðslu.