Kanill er án efa meðal allra jólalegustu krydda og sítróna með sitt ferska bragð gefur dásamlegan ferskleika þegar reykt matvæli og þungar steikur eru farnar skapa syfju og þyngsli. Hér eru tveir dásamlegir eftirréttir sem má gjarnan bera fram yfir hátíðirnar.
Kanilkaka með appelsínusmjörkremi
Kanilbotn
3/4 bolli ósaltað smjör, við stofuhita
1 ½ bolli sykur
3/4 bolli rjómaostur, við stofuhita
2 tsk. vanilludropar
6 eggjahvítur (settar 3 og 3 í tvær skálar)
2 ½ bolli hveiti
4 tsk. Lyftiduft
1 tsk. kanill
1/2 tsk. salt
3/4 bolli mjólk, við stofuhita
1/4 bolli vatn, við stofuhita
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C. Skerið út bökunarpappír fyrir 3 form (20-24cm) og spreyið botnana með olíu og setjið svo pappírinn í botninn. Þeytið saman smjörið og sykurinn þar til létt og ljóst. Bætið við rjómaostinum og vanilludropunum þar til allt er blandað vel saman. Bætið við þremur af eggjahvítunum saman við blönduna og þeytið þar til kekkjalaust, blandið síðan restinni af eggjahvítunum saman við þar til allt er vel blandað saman. Pískið saman hveiti, lyftidufti, kanil og salti í miðstærð af skál. Blandið saman vatninu og mjólkinni í aðra skál. Þeytið saman smjör, sykur og ostablönduna á litlum hraða og bætið í smátt og smátt hveitiblöndunni saman við og síðan vatninu og mjólkinni. Þeytið allt saman á litlum hraða og síðan er restinni af hveitiblöndunni blandað saman við og allt þeytt varlega saman. Skiptið deiginu jafnt á milli forma og bakið í 23-25 mínútur eða þar til hægt er að stinga í kökuna og prjóninn kemur upp hreinn. Látið kólna.
Appelsínusmjörkrem:
350 g smjör við stofuhita
700 g flórsykur
1/4 tsk. appelsínudropar
1-2 msk. vatn eða rjómi
smávegis af rifnum appelsínuberki
Aðferð:
Þeytið saman smjör og helminginn af flórsykrinum í 3 mínútur. Bætið afgangnum af hráefnunum við blönduna og þeytið saman í 4-5 mínútur. Smyrjið á kalda botnana með spaða og leggið þá svo saman. Hægt er að skreyta kökuna með þurrkuðum appelsínum og sykruðum ávöxtum.
Sítrónuostakökur
Myljið 250 g af piparkökum eða öðrum smákökur að eigin vali í skál og blandið saman við 100 g af bræddu smjöri. Skiptið síðan blöndunni í sex desertskálar og þrýstið henni vel út þannig að kexblandan þeki botninn.
Fylling:
200 g rjómaostur
120 g flórsykur
1/2 l rjómi þeyttur
1 tsk. vanilludropar
Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanilludropa. Þeytið rjómann og bætið honum út í. Setjið lag af þessari blöndu ofan á kexmylsnuna og sléttið úr yfirborðinu. Að lokum er svo sett þunnt lag af Lemon Curd þar ofan á. Þetta má svo skreyta með sykruðu ávaxahlaupi, sítrónusneiðum eða þeyttum rjóma.







