Það er um hálf öld síðan bítlaæðið svokallaða greip um sig. Háværar hljómsveitir ærðu unga fólkið á tónleikum. Strákar söfnuðu hári og Óttar Hauksson sá kvikmyndina A Hard Days Night þrjátíu sinnum.
Þótt mörgum þætti slæmt hvernig Bítlarnir ærðu unga fólkið fyrir hálfri öld, var ljóst að bítlum var ekki endilega alls varnað.