5 mínútna lotuþjálfun getur bætt heilsuna til muna

“Lotuþjálfun getur verið óþægileg en hún minnkar líkamsfitu og styrkir hjartað” segir Martin Gibala prófessor hjá McMasterháskólanum í Ontario í Kandada. Gibala mælir með að fólk reyni lotuþjálfun í þeirri hreyfingu sem það stundar venjulega. “Reyndu meira á þig en venjulega, farðu örlítið út fyrir þægindarammann í skamma stund, eins og mínútu, og hvíldu þig svo” segir hann.

Lotuþjálfun sem stunduð er af ákefð styrkir hjartað og æðakerfið. Hún minnkar líkur á hjártaáfalli og heilablóðfalli.

Blóðþrýstingur þeirra sem stunda lotuþálfun að jafnaði tvisvar í viku lækkar. Rannsóknir benda til að blóðþrýstingurinn geti lækkað um allt að níu prósent hjá þeim sem eru orðnir 60 ára og eldri.

Norskir vísindamenn rannsökuðu hóp fólks með einkenni efnaskiptasjúkdóma sem geta komið fram sem undanfarar sykursýki og hjartasjúkdóma. Þátttakendur voru allir 50 ára og eldri. Þeim var skipt upp í tvo hópa sem báður voru látnir æfa á hlaupabrettum. Annar hópurnn æfði á hefðbundinn hátt, hljóp á jöfnum hraða á brettinu í hálf tíma. Samanburðarhópurinn fékk lotuþjálfun, það er tók spretti á brettinu en gekk á milli. Heilsa þeirra sem var í lotþjálfuninni batnaði mun meira en hinna.

Önnur rannsókn sýndi fram á að of þungir einstaklingar sem höfðu greinst í áhættuhópi vegna sykursýki og fengu lotuþjálfun juku verulega næmi sitt fyrir insúlíni sem þýðir bætta getu til að hreinsa glúkósa úr blóðinu.

Þeir sem stunda lotuþjálfun segja að þrek og orka aukist til mikilla muna. Eftir nokkurra vikna lotuþjálfun finnst fólki ekkert mál að fara í lengri göngtúra.

Rannsóknir sýna einnig að lotuþjálfun getur aukið vöðvamassa og minnkað fitu hjá bæði konum og körlum. Hún virðist vera góð leið til að minnka fitu sem umlykur líffæri en hún er talin mun hættulegri heilsu manna en fita sem situr undir húðinni.

 

 

 

Ritstjórn nóvember 10, 2014 09:50