Það er erfitt fyrir fólk á öllum aldri að ganga í gegnum skilnað, en það getur verið sérstaklega erfitt fyrir þá sem eru komnir yfir sextugt, segir sálfræðingurinn Carissa Coulston í grein á vefnum sixtyandme.com.
Hvort sem þú trúir því eða ekki, hefur skilnaðartíðni þessa aldurshóps í Bandaríkjunum tvöfaldast síðan árið 1990. En ekki láta þessar fréttir á þig fá, þetta eru nefnilega frábærar fréttir, segir hún í greininni.
Það þýðir að fjöldi fólks á þessum aldri er aftur á lausu.
Hvort sem þú ert tilbúin til að fara aftur á stefnumót eða ekki, er fjöldi fólks sem skilur það sem þú ert að ganga í gegnum og hefur þurft að glíma við sömu efasemdir og sama kvíðann og þú ert að takast á við núna.
Þú ert ekki ein eða einn á báti. Það er ekki auðvelt að halda lífinu áfram eftir skilnað og það kostar vinnu. Næsti kafli lífsins þarf hins vegar ekki að verða dapurlegur eða einmanalegur. Satt að segja getur verið gott að þurfa að skilgreina sjálfan sig upp á nýtt og læra hver maður er í raun og veru.
Skilnaður eftir sextugt getur verið bæði frelsandi og spennandi reynsla.
Lestu þau sex ráð sem fara hér á eftir og geta hjálpað þér að ganga í gegnum þetta ferli.
Leitaðu stuðning hjá vinum og fjölskyldu
Það virðist nærtækast að leita stuðnings hjá þeim sem standa þér næst, en margir skirrast við að biðja um aðstoð þegar þeir þurfa hvað mest á henni að halda. Fólk hugsar kannski „Ég vil ekki að aðrir fari að hafa áhyggjur af mér“, eða „Ég vil ekki vera öðrum til byrði“. Við reynum að bera okur vel og fullvissa alla um að okkur líði vel og að allt sé í lagi.
En gerðu þér í hugarlund að staðan væri þveröfug. Hvað ef það væri systir þín, dóttir, samstarfsmaður eða ástvinur sem væri að ganga í gegnum skilnað og þarfnaðist trúnaðarvinar. Þú myndi vilja að þau leituðu til þín. Notaðu þessa röksemdafærslu fyrir sjálfa/n þig. Talaðu við fólkið þitt, leitaðu aðstoðar. Vertu opin og heiðarleg. Farðu til sálfræðings ef þú hefur tök á. Þú talar aldrei of mikið um þessar tilfinningar, það er hluti af heilunarferlinu að gera það.
Taktu til við gömul áhugamál
Það hjálpar að reyna að ná aftur sambandi við sjálfa/n þig eins og þú varst áður en þú varðst helmingur af pari. Við verðum svo samtvinnuð maka okkar í hjónabandi, að við missum hluta af okkur sjálfum. Það er alveg eðlilegt og ekkert til að skammast sín fyrir. En það er mikilvæg t að muna að hver manneskja er sérstök og yndisleg, alveg óháð makanum.
Hvað hafðir þú gaman af að gera áður en þú giftir þig? Fannst þér gaman að teikna, mála eða spila á hljóðfæri. Varstu vanur/vön að stunda útivist eða íþróttir?
Það er hægt að ganga í íþróttafélag, gönguklúbb eða í kór. Það virðist kannski svolítið fráhrindandi í byrjun, en ef þú gerir það hittir þú óhjákvæmilega fólk og það að tengjast öðrum hjálpar okkur til að tengjast okkur sjálfum betur.
Ef þú hefur gaman af að vera ein/einn í rólegheitum, lesa eða skreppa í bíó ein/einn, er það líka frábært! Kannski áttirðu líka uppáhalds rithöfund sem þú hefur ekki lesið neitt eftir lengi. Náðu þér í bók eftir hann og það rifjar upp liðna tíð.
Reyndu eitthvað nýtt
Það er ekkert vandamál þó þú sért búin/n að gleyma hverju þú hafðir áhuga á. Það er frábært að lifa í núinu. Það fer kannski eftir því hvar þú býrð, en það eru alls kyns félagsstarf sem þú tekið þátt í .
- Farðu á bókasafnið í hverfinu þínu og athugaðu hvaða þar er boðið uppá. Ef þeir eru með bókaklúbb skaltu ganga í hann.
- Skelltu þér á matreiðslunámskeið, námskeið í postulínsmálun eða hvaða námskeið sem er. Það eru ýmsir aðilar sem bjóða uppá slíkt.
- Lærðu nýtt tungumál. Það er hægt að komast á tungumálanámskeið á netinu sem eru ókeypis. Væri svo ekki tilvalið að bóka ferð til lands þar sem þetta tungumál er talað?
- Skrifaðu dagbók
- Farðu í gönguhóp eða fjallgönguklúbb.
- Skráðu þig í ræktina.
- Lærðu að prjóna, rækta garðinn þinn, eða stunda karate. Allt eftir því hvað þér hugnast best.
Það örvar heilann að læra eitthvað nýtt og það er einmitt það sem þú þarft á að halda núna.
Farðu á netið
Þú ert kannski ekki tilbúin að fara að spóka þig á Tinder og það er allt í lagi. Það er ekki nokkur ástæða til þess að gera það, nema þú sért tilbúin.
En ef þú ert tilbúin til að fara á stefnumót eða í ástarsamband, geta stefnumótasíðurnar hjálpað til við að kynnast fólki.
Það hefur kannski margt breyst síðan þú varst síðast á stefnumóti, en ekki láta það á þig fá. Það er ekkert hræðilegt. Íslenskar stefnumóta síður, eru síður eins og makaleit.is og einkamál.is. Tinder stefnumótasíðuna má svo finna á tinder.com.
Þó þú sért alls ekki tilbúin til að fara á stefnumót og hafir engan áhuga á því, ættirðu samt að nota netið til að komast í samband við annað fólk.
Ef þú ert ekki á Facebook skráðu þig þar inn. Notaðu Skype til að spjalla við fjölskyldu og vini vítt og breitt. Hvort sem þig langar til að vera á netinu eða ekki, notaðu það bara. Því meira samband sem þú hefur við annað fólk, því betur líður þér.
Náðu sambandi við þína andlegu hlið
Þetta er mjög persónubundið, en sumir finna styrk í því að stunda einhverja andlega iðkun.
Við gerum oft málamiðlanir varðandi andlega iðkun þegar við erum í samböndum og venjur okkar breytast gjarnan þegar tíminn líður.
Notaðu þennan tíma til að ná sambandi við æðri mátt, hver svo sem þú telur að hann sé.
Ef þú aðhyllist ákveðin trúarbrögð, farðu aftur að sækja kirkju, hof eða mosku.
Ef þú ert trúlaus, eða efasemdarmanneskja náðu sambandi við alheiminn með því að stunda hugleiðslu, létt jóga eða gönguferðir út í náttúrunni.
Burtséð frá því hvað andleg iðkun þýðir fyrir þig, vertu meðvituð um hana og leggðu rækt við hana.
Ekki mála skrattann á vegginn
Eitt af því mikilvægasta sem þú getur gert fyrir sjálfa/n þig í skilnaðarferlinu er að hugsa jákvætt.
Vertu góður við sjálfan þig.
Þú hefur alveg nóg á þinni könnu. Orkunni sem þú eyðir í að gagnrýna sjálfan þig, efast um sjálfa þig eða hafa áhyggjur af framtíðinni, er kastað á glæ. Hún gerir ekkert fyrir sjálfa þig.
Þegar þú heyrir neikvæða rödd í höfðinu á þér, segja slæma hluti um sjálfa þig, vertu þá meðvituð um að þú ert sjálf að segja þetta. Þetta er eins konar núvitund, tækni sem hægt er að nota til að byggja sig upp, bæði andlega og líkamlega.
Ef þú hefur áhuga á núvitund, lestu bókina The Power of Now eftir Eckert Tolle. Ef það er einhver bók sem getur hjálpað þér í gegnum þennan erfiða tíma, er það hún.
Skilnaður eftir sextugt getur verði spennandi
Skilnaður eftir sextugt þarf ekki að vera sorglegur eða slæmur.
Stundum þegar við horfum tilbaka og hugsum um það sem okkur þótti á ákveðnum tímapunkti það erfiðasta eða það hræðilegasta sem hefði gerst í lífi okkar erum við þakklát fyrir hversu sterk það gerði okkur.
Þannig átt þú einmitt eftir að hugsa seinna um þennan tíma.
Hugsaðu um hvernig manneskja þú vilt verða eftir eitt ár og stefndu markvisst að því. Það