Var á Íslandi löngu fyrir landnám
Í umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga hafa dýr á norðurslóðum oft borið á góma. Fáir vita að ein þeirra tegunda sem sérstaklega er fylgst með í þessum málaflokki er heimskautarefurinn, sama tegund og refurinn okkar íslenski. Refurinn er eina upprunalega landspendýr landsins og var til staðar á landinu löngu áður en landnám manna hófst. Íslendingar hafa stundað refaveiðar alla tíð, ýmist vegna hins verðmæta feldar eða til að hefna fyrir meintar búsifjar af hans völdum. Almenn þekking á stöðu íslenska refastofnsins er hinsvegar af skornum skammti, þrátt fyrir meira en þúsund ára sambúð manna og refa. En nú gefst tækifæri til að fræðast um þetta merkilega dýr á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið er 2. mars kl. 19 – 22 og kennsla er í höndum Esterar Rutar Unnsteinsdóttur en hún er, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Uppruna og sögu íslenska refsins
• Helstu einkenni og sérkenni íslenska refsins
• Stöðu íslenska refastofnsins hérlendis og á heimsvísu
• Takmarkandi og stýrandi þætti í stofnvistfræði refa
• Áhrif loftslagsbreytinga á rándýr norðurslóða