Réttur fyrir 4-6
6 – 8 úrbeinuð læri
Marínering:
1/2 bolli ólífuolía
safi úr 2 sítrónum (1/4 bolli)
börkurinn af 1 sítrónu
4 hvítlauksrif, marin
oregano = 1 tsk. þurrkað eða 2 tsk. ferskt
1 tsk. maldon salt
½ tsk. svartur pipar
½ tsk. rauðar chiliflögur
3 tsk. dijon sinnep
Blandið öllu hráefninu vel saman. Þerrið kjúklingakjötið og látið út í maríneringuna þannig að hún þeki kjötið vel. Látið lok yfir skálina og látið bíða í minnst 30 mínútur eða allt upp í 4 klst.
Kartöflusmælki, sneidd til helminga
1 rauðlaukur, sneiddur í báta
sítrónusneiðar til skrauts
Hitið ofninn í 190 gráður. Látið kjúklinginn í eldfast fat með skinninu upp. Látið kartöflurnar og laukinn allt í kringum kjötið. Látið alla maríneringuna í fatið með kjúklingum og bakið í 40 mínútur. Skreytið svo með sítrónusneiðum eða -bátum áður en þið berið réttinn fram.