Þorskur er einhver allra besti matfiskur sem til er. Hér er afar einföld uppskrift að ofnbökuðum þorski en þó einfaldleikinn ráði ríkjum er þetta afar gott.
4 þorskhnakkar um það bil 2,5 cm. að þykkt
salt og pipar
4 matskeiðar jómfrúarolía
1 bakki kirsuberjatómatar
1 sítróna í sneiðum
2 hvítlauksrif marin með hýði
2 greinar timian
2 msk smátt skorin steinselja
Hitið ofninn í um 180 gráður. Þerrið þorskflökin, saltið og piprið eftir smekk. Setjið olíu, tómata, sítrónusneiðar, hvítlauksrifin og timian í skál og látið standa smástund. Takið fram eldfast mót og hellið úr skálinni í fatið og leggið því næst þorskflökin í fatið. Bakið í ofni þangað til þorskurinn er hæfilega eldaður. Stráið steinseljunni yfir og berið fram með nýjum kartöflum og sítrónubátum.