Ellilífeyrisþegum yngri en 67 ára fjölgar

Ellilífeyrisþegar voru 43.650 í desember árið 2016. Þar af 20.333 karlar og 23.317 konur.  Árið 2016 voru 2.769 ellilífeyrisþegar yngri en 67 ára eða 6,3% en árið 2007 var sama hlutfall 3,5%. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands en þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin birtir yfirlit yfir fjölda ellilífeyrisþega á landinu. Tölurnar og miðast við fjöldann hverju sinni í desember á árunum 2007 til 2016.

(heimild Hagstofa Íslands)

 

 

Ellilífeyrisþegum sem fá greiðslur frá lífeyrissjóðum hefur fjölgað. Í desember 2016 fengu rúm 97% karla en rúm 96% kvenna greiddan ellilífeyri eingöngu frá lífeyrissjóðum eða frá Tryggingarstofnun og lífeyrissjóðum. Hliðstæðar tölur árið 2007 voru tæp 95% hjá körlum en tæp 92% hjá konum

 

 

Ritstjórn maí 2, 2018 11:06